LANDGRÆÐSLA ríkisins, Skógrækt ríkisins og Ferðafélag Íslands standa að fræðsluferð nú um helgina, 12.­14. júní. Á dagskrá er skógardagur á laugardeginum, grillveisla og kvöldvaka um kvöldið en á sunnudeginum verður farin ganga þar sem hugað er að jarðfræði o.fl. Sérfræðingur frá Landgræðslunni, Skógrækt ríkisins og jarðfræðingur verða með í för. Ferðin er tilvalin fyrir unga sem aldna.
Fræðsluferð og skógardagur í Þórsmörk

LANDGRÆÐSLA ríkisins, Skógrækt ríkisins og Ferðafélag Íslands standa að fræðsluferð nú um helgina, 12.­14. júní. Á dagskrá er skógardagur á laugardeginum, grillveisla og kvöldvaka um kvöldið en á sunnudeginum verður farin ganga þar sem hugað er að jarðfræði o.fl. Sérfræðingur frá Landgræðslunni, Skógrækt ríkisins og jarðfræðingur verða með í för. Ferðin er tilvalin fyrir unga sem aldna. Grillveisla fylgir. Panta þarf tímanlega. Gist er í Skagfjörðsskála í Langadal.

Gestum á tjaldsvæðum Ferðafélagsins og Endum er velkomið að taka þátt í dagskrá helgarinnar en eru beðnir að láta vita fyrirfram.

Nú um helgina verður einnig vinnuferð í Landmannalaugar 12.­14. júní. Brottför í kvöld, föstudag kl. 20. Þar verður unnið að hreinsun tjaldstæða en fleiri sjálfboðaliða vantar og í boði er frí ferð og fæði. Skráning á skrifstofunni.