BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að Akureyrarbær verði þátttakandi í fjárstuðningi til Vernharðs Þorleifssonar, júdómanns úr KA. Samkvæmt ákvörðuninni greiðir Akureyrarbær mánaðarlega 30.000 kr. í sérstakan styrktarsjóð Vernharðs. Á fundi bæjarráðs fyrir helgi var lagt fram bréf þar sem leitað var til Akureyrarbæjar og nokkurra fyrirtækja um aðild að styrktarsjóði.


Vernharð fær

fjárstuðning

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að Akureyrarbær verði þátttakandi í fjárstuðningi til Vernharðs Þorleifssonar, júdómanns úr KA. Samkvæmt ákvörðuninni greiðir Akureyrarbær mánaðarlega 30.000 kr. í sérstakan styrktarsjóð Vernharðs.

Á fundi bæjarráðs fyrir helgi var lagt fram bréf þar sem leitað var til Akureyrarbæjar og nokkurra fyrirtækja um aðild að styrktarsjóði. Gert er ráð fyrir að aðilar greiði ákveðna upphæð til sjóðsins mánaðarlega næstu tvö árin. Sjóðnum verður varið til greiðslu á keppnis- og æfingaferðum Vernharðs Þorleifssonar vegna undirbúnings fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu árið 2000.