MIKIÐ hefur verið rætt um þann vanda sem getur skapast í tölvukerfum þegar árið 2000 gengur í garð. Um þetta alvarlega vandamál hafa verið haldnir margir fundir og ýmsar fréttir birst í fjölmiðlum um hugsanlegar afleiðingar. Nú verða niðurstöður Gallup könnunar um árið 2000 kynntar á hádegisverðarfundi hjá Skýrslutæknifélaginu fimmtudaginn 11. júní kl. 12 í Ársal, Hótel Sögu.
Skýrslutæknifélagið Fundur um könnun um árið 2000

MIKIÐ hefur verið rætt um þann vanda sem getur skapast í tölvukerfum þegar árið 2000 gengur í garð. Um þetta alvarlega vandamál hafa verið haldnir margir fundir og ýmsar fréttir birst í fjölmiðlum um hugsanlegar afleiðingar. Nú verða niðurstöður Gallup könnunar um árið 2000 kynntar á hádegisverðarfundi hjá Skýrslutæknifélaginu fimmtudaginn 11. júní kl. 12 í Ársal, Hótel Sögu.

Í fréttatilkynningu segir: "En hver er vandinn í raun? Hafa íslensk fyrirtæki almennt hugað að sér í þessum efnum? Þessum spurningum hefur ekki verið hægt að svara með góðu móti til þessa. Skýrslutæknifélag Íslands hefur því í samvinnu við 2000 nefndina látið gera fyrstu vísindalega unnu könnunina um aldamótavandann hér á landi. Könnunin var unnin af Gallup dagana 12.­28. maí sl. og náði til 600 fyrirtækja. Niðurstöðurnar eru um margt forvitnilegar en m.a. var leitað svara við eftirfarandi spurningum: Mun vandamál hljótast af ártalinu 2000 í fyrirtækinu? Eru líkur á alvarlegum rekstrartruflunum í starfsemi fyrirtækisins? Hefur fyrirtækið hafið athugun á viðskiptahugbúnaði, tölvubúnaði, tæknikerfum og samskiptum við önnur fyrirtæki? Hefur umfang í tíma og kostnaði verið athugað?"

Að lokinni kynningu Gallup verða á fundinum flutt þrjú erindi: Sagt frá starfi og áherslun 2000 nefndarinnar, löggiltur endurskoðandi fjallar um hlutverk endurskoðenda og hvaða afleiðingar hugsanlegir fyrirvarar í áritun ársreikninga fyrirtækja geta haft og dæmi verður tekið um fyrirtæki sem hefur tekið þessi mál föstum tökum. Aldamótin hjá VÍS, skipulagning og viðbrögð.