ZICO, aðstoðarþjálfari Brasilíu og fyrrverandi leikmaður landsliðsins, er óánægður með túlkun á reglum FIFA sem eiga að koma veg fyrir tæklingar aftan frá. Hann telur reglurnar ganga of skammt. Þegar reglurnar voru fyrst kynntar var sagt að allar tæklingar aftan frá myndu skilyrðislaust leiða til brottvísunar, jafnvel þótt leikmaður hafi verið að reyna að ná til knattarins.

Zico segir reglurnar

ganga of skammt

ZICO, aðstoðarþjálfari Brasilíu og fyrrverandi leikmaður landsliðsins, er óánægður með túlkun á reglum FIFA sem eiga að koma veg fyrir tæklingar aftan frá. Hann telur reglurnar ganga of skammt. Þegar reglurnar voru fyrst kynntar var sagt að allar tæklingar aftan frá myndu skilyrðislaust leiða til brottvísunar, jafnvel þótt leikmaður hafi verið að reyna að ná til knattarins. Ný hefur FIFA breytt túlkun á reglunum og skal dómari leiksins meta hvenær leikmaður brýtur það alvarlega af sér, að verulega hætta sé á meiðslum. Í þeim tilfellum ber honum að sýna viðkomandi leikmanni rauða spjaldið. Zico, sem sjálfur mátti þola grimmilegar "tæklingar" á sínum ferli, er óánægður með þessa nýju túlkun á reglunum: "Við hörmum þessa breytingu og sama gildir um alla unnendur skemmtilegrar sóknarknattspyrnu."