FJÓRIR menn voru handteknir á mánudag grunaðir um innflutning á rúmlega 4 þúsund lítrum af áfengi, mestmegnis bandarísku vodka. Áfengið var flutt inn í gámi frá Bandaríkjunum með íslensku skipi og lagði lögreglan hald á það í Sundahöfn, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Smygl á 4.000 lítrum af vodka

FJÓRIR menn voru handteknir á mánudag grunaðir um innflutning á rúmlega 4 þúsund lítrum af áfengi, mestmegnis bandarísku vodka. Áfengið var flutt inn í gámi frá Bandaríkjunum með íslensku skipi og lagði lögreglan hald á það í Sundahöfn, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.

Tveimur mannanna var sleppt eftir yfirheyrslur en gerð krafa um gæsluvarðhald yfir hinum tveimur til 16. júní. Málið tengist ekki áhöfn skipsins. Ekkert af áfenginu var komið í sölu.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins voru farmskýrslur vegna gámsins falsaðar. Lögreglan vildi ekki láta annað hafa eftir sér en að málið væri í rannsókn.