HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið auglýsti fyrir nokkru stöðu héraðslæknis í Reykjavík lausa til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 1. júní sl. Alls eru 4 umsækjendur um stöðuna og þeir þessir:
Fjórir umsækjendur um stöðu héraðslæknis í Reykjavík

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið auglýsti fyrir nokkru stöðu héraðslæknis í Reykjavík lausa til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 1. júní sl. Alls eru 4 umsækjendur um stöðuna og þeir þessir:

Geir Gunnlaugsson, læknir, Lúðvík Ólafsson, settur héraðslæknir, Skúli G. Johnsen, héraðslæknir, og Sveinn Magnússon, héraðslæknir.

Umsóknirnar verða á næstu dögum sendar stöðunefnd til umsagnar.

Staða héraðslæknis í Reykjavík verður veitt frá og með 1. janúar 1999.