ÍBÚAR bæjarins Jasper í Texas í Bandaríkjunum eru slegnir óhug vegna morðs sem framið var á svörtum manni síðastliðinn sunnudag. Þrír hvítir menn voru á þriðjudag handteknir vegna morðsins og eru þeir grunaðir um að vera tengdir Ku Klux Klan-samtökunum. Hafa þeir allir setið af sér fangelsisdóma og voru tveir þeirra lausir á skilorði.
Reuters Óhugnanlegt morð

Jasper. Reuters.

ÍBÚAR bæjarins Jasper í Texas í Bandaríkjunum eru slegnir óhug vegna morðs sem framið var á svörtum manni síðastliðinn sunnudag. Þrír hvítir menn voru á þriðjudag handteknir vegna morðsins og eru þeir grunaðir um að vera tengdir Ku Klux Klan-samtökunum. Hafa þeir allir setið af sér fangelsisdóma og voru tveir þeirra lausir á skilorði.

Mennirnir bundu hinn 49 ára gamla James Byrd við vélarhús bíls og keyrðu með hann langa vegalengd í eftirdragi á miklum hraða niður afskekktan vegarslóða. Skildi bíllinn eftir slóð blóðs og á myndinni markar málning staðinn þar sem höfuð Byrds fannst, í rúmlega kílómetra fjarlægð frá búknum.