SVERRIR Sverrisson skoraði eina mark Malmö er liðið tapaði 2:1 fyrir Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Malmö er í þriðja neðsta sæti deildarinnar eftir 9 umferðir með 8 stig. Elfsborg er í 5. sæti með 14 stig.
MATTHEW Le Tissierg STOFNANDI:: BINGI \: \:

SVERRIR Sverrisson skoraði eina mark Malmö er liðið tapaði 2:1 fyrir Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Malmö er í þriðja neðsta sæti deildarinnar eftir 9 umferðir með 8 stig. Elfsborg er í 5. sæti með 14 stig.

EVRÓPUMEISTARAR bikarhafa í knattspyrnu hafa styrkt leikmannahóp sinn verulega á undanförnum dögum. Chelsea keypti franska landsliðsmaðurinn Marcel Desailly fyrir 4,6 milljónir punda frá ítalska liðinu AC Milan og sama dag var tilkynnt um kaupin á spænska landsliðsmanninum Albert Ferrer frá Spánarmeisturum Barcelona. Kaupverð hans var 2,2 milljónir punda.

FJÓRIR leikmenn hafa því gengið til liðs við enska úrvalsdeildarliðið á skömmum tíma. Daninn Brian Laudrup fékk frjálsa sölu frá Glasgow Rangers og ítalski framherjinn Pierluigi Casiraghi kom frá Lazio fyrir 5,4 milljónir.

PHILIPPE Troussier landsliðsþjálfari Suður Afríku verður næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðið Sheffield Wednesday . Hann tekur við stjórn liðsins eftir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. MATTHEW Le Tissier gæti verið á förum frá enska úrvalsdeildarliðinu Southampton eftir að hafa leikið með liðinu í fimmtán ár. Knattspyrnustjórinn David Jones segist vera tilbúinn að skoða öll tilboð í leikmanninn, sem í gegnum árin hefur sífellt verið sagður á leiðinni til einhvers stórliðsins án þess að meira hafi orðið úr.

LÍKLEGT er talið að Tottenham, Crystal Palace og franska liðið Bordeaux geri formleg tilboð á næstu dögum.

CHRISTOPHER Ohen , landsliðsmaður Nígeríu , hefur verið seldur frá Besiktas í Tyrklandi til Compostela á Spáni fyrir 185 milljónir króna. Ohen, sem hefur leikið 16 landsleiki, komst ekki í HM-lið Nígeríu að þessu sinni.