CARLSBERG A/S í Danmörku og Sól-Víking hf. hafa gengið frá samningum um Sól-Víking taki við Carlsbergumboðinu hér á landi og jafnframt leyfi til að brugga öl undir merkjum Carlsberg. Egill Skallagrímsson hf. sem hefur verið með umboðið fyrir Carlsberg ásamt Tuborg en mun nú einbeita sér að framleiðlu og sölu á Tuborg.
ÐSól-Víking fær Carlsberg

CARLSBERG A/S í Danmörku og Sól-Víking hf. hafa gengið frá samningum um Sól-Víking taki við Carlsbergumboðinu hér á landi og jafnframt leyfi til að brugga öl undir merkjum Carlsberg. Egill Skallagrímsson hf. sem hefur verið með umboðið fyrir Carlsberg ásamt Tuborg en mun nú einbeita sér að framleiðlu og sölu á Tuborg.

Í frétt frá Carlsberg kemur fram að þessi breyting taki gildi frá og með yfirstandandi mánuði nema hvað rétturinn til að flytja inn og selja Elefant-bjórinn frá Carlsberg hér á landi taki gildi 1. janúar 1999.

Í fréttinni er haft eftir Finn Jakobsen, framkvæmdastjóra hjá Carlsberg að ánægja ríki með þetta samkomulag því að með því skapist tækifæri til að byggja upp markað fyrir Carlsberg á Íslandi í samvinnu við Sól-Víking. Samvinnan við Egill Skallagrímsson um langa hríð hafi þó verið mjög árangurrík og sú samvinna muni halda áfram.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gerist þessi breyting þannig í fullu samkomulagi og sátt milli allra aðila málsins. Hún mun þó tengjast því að Carlsberg og Coca Cola eru að taka upp náið samstarf á Norðurlandsmarkaði, en Sól-Víking hf. er sem kunnugt er dótturfyrirtæki Vífilsfells sem aftur er umboðsaðili Coca Cola hér á landi.