KRAFTVÉLAR ehf. tóku nýverið við umboðssölu á Atlet vörulyfturum. Atlet er sænskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1958 af Knut Jakobsson, aðaleiganda fyrirtækisins og stjórnarformanni þess. Fyrirtækið hefur á þessum 40 árum skipað sér á meðal evrópskra fyrirtækja með ársveltu upp á nærri 8 milljarða króna. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 900 í 26 löndum.
ÐKraftvélar fá umboð fyrir Atlet-vörulyftara

KRAFTVÉLAR ehf. tóku nýverið við umboðssölu á Atlet vörulyfturum. Atlet er sænskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1958 af Knut Jakobsson, aðaleiganda fyrirtækisins og stjórnarformanni þess. Fyrirtækið hefur á þessum 40 árum skipað sér á meðal evrópskra fyrirtækja með ársveltu upp á nærri 8 milljarða króna.

Starfsmenn fyrirtækisins eru um 900 í 26 löndum. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á lyfturum fyrir vöruhús og iðnaðarfyrirtæki. Um er að ræða sjálfkeyrandi handlyftara með mismunandi lyftihæð, almenna lagerlyftara ásamt sérhæfðum lagerlyfturum. Fyrirtækið leggur einnig áherslu á aðstoð við hönnun lagerhúsnæðis með það fyrir augum að nýta húsnæðið til fullnustu.

GENGIÐ frá umboðsmannasamningi milli Kraftvéla ehf. og Atlet: Árni J. Sigurðsson sölustjóri lyftaradeildar, Ævar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Kraftvéla, Marianne Nilsson framkvæmdastjóri Atlet og Leif Jansson svæðisstjóri Atlet.