Selfossi-Bæjarstjórn Árborgar, nýs sameinaðs sveitarfélags á Suðurlandi, hélt sinn fyrsta fund á Hótel Selfossi síðastliðinn sunnudag. Fundinn sátu fulltrúar nýs meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna,

Fyrsti fundur bæjar-

stjórnar Árborgar

Selfossi - Bæjarstjórn Árborgar, nýs sameinaðs sveitarfélags á Suðurlandi, hélt sinn fyrsta fund á Hótel Selfossi síðastliðinn sunnudag. Fundinn sátu fulltrúar nýs meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, fulltrúar Árborgarlistans og fulltrúi Diskó-listans ásamt fráfarandi sveitarstjórnarmönnum í sveitarfélögunum fjórum fyrrverandi og Karli Björnssyni sem hefur verið endurráðinn bæjarstjóri. Á fundinum voru fyrrverandi oddvitum og sveitarstjórnarmönnum sveitarfélaganna fjögurra, Selfoss, Stokkseyrar, Eyrarbakka og Sandvíkurhrepps, þökkuð vel unnin störf og nýrri bæjarstjórn óskað velfarnaðar á komandi kjörtímabili sem verður það fyrsta í sögu nýs sveitarfélags. Morgunblaðið/Sig. Fannar NÝIR bæjarstjórnarfulltrúar Árborgar ásamt fráfarandi sveitar- og bæjarstjórnarmönnum KARL Björnsson bæjarstjóri Árborgar þakkar Páli Lýðssyni fyrrverandi oddvita Sandvíkurhrepps vel unnin störf.