UM mánaðamótin fór fram útskrift í Tækniskóla Íslands. Að þessu sinni brautskráðust 59 nemendur frá skólanum úr ýmsum deildum. Einnig voru kvaddir sjö nemendur sem eru að ljúka fyrsta ári í rafmagnstæknifræði við skólann, en þeir nemendur þurfa að fara utan til að ljúka sínu námi.
Tækniskóla

Íslands slitið

UM mánaðamótin fór fram útskrift í Tækniskóla Íslands. Að þessu sinni brautskráðust 59 nemendur frá skólanum úr ýmsum deildum. Einnig voru kvaddir sjö nemendur sem eru að ljúka fyrsta ári í rafmagnstæknifræði við skólann, en þeir nemendur þurfa að fara utan til að ljúka sínu námi.

Jóhannes Benediktsson formaður Tæknifræðingafélags Íslands afhenti nemendum viðurkenningar fyrir lokaverkefni og frábæran námsárangur. Í byggingadeild voru það Bergþór Jóhannsson sem fékk viðurkenningu fyrir verkefni sitt um virkjunarmöguleika fyrir botni Þorskafjarðar og Magnús Þór Gunnarsson fyrir sitt verkefni um hengibrýr.

Fjórir nemendur í iðnaðartæknifræði fengu viðurkenningu fyrir lokaverkefni sem var hönnun á hjálpartæki fyrir fjölfötluð börn í samvinnu við stoðtækjafyrirtækið Stoð. Nemendurnir voru Margrét Ingibergsdóttir, Skúli Haraldsson, Sveinn A. Steinsson og Örn Franzson.

Í véladeild voru það Gauti Hallsson og Hlífar S. Rúnarsson sem fengu viðurkenningu fyrir lokaverkefni sitt sem ber heitið RSW-kælikerfi og fólst í hugbúnaðargerð og hönnun fyrir Kælismiðjuna Frost. Þessir tveir nemendur útskrifuðust um áramótin og voru í hópi fyrstu orkutæknifræðinga sem útskrifuðust frá Tækniskóla Íslands. Að lokum fékk Þorsteinn Ö. Kolbeinsson, sem var að ljúka fyrsta árinu í rafmagnstæknifræði, viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur.

ÚTSKRIFTARHÓPUR Tækniskóla Íslands.