BJARNEY SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR

Bjarney Sigríður Jóhannsdóttir fæddist í Arnarfirði 6. apríl 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðríður Einarsdóttir ljósmóðir og Jóhann Guðmundsson sjómaður, sem bjuggu á Dynjanda í Arnarfirði. Eignuðust þau 17 börn og náðu tíu þeirra fullorðinsaldri en eru öll látin nú.

Bjarney var tvígift, en eiginmenn báðir látnir. Börn hennar eru: Erna, Helga, Lilja og Jóhann Þórarinsbörn og Ómar Ólsen, sem nú er látinn.

Útför Bjarneyjar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.