VEIKINDALEYFI Kjells Magnes Bondeviks, forsætisráðherra Noregs, var í gær framlengt um hálfa aðra viku. Er þetta í annað sinn sem veikindaleyfið er lengt, en í tilkynningu forsætisráðuneytisins segir að heilsa Bondeviks fari hægt og rólega batnandi.
Bondevik enn veikur

Ósló. Reuters.

VEIKINDALEYFI Kjells Magnes Bondeviks, forsætisráðherra Noregs, var í gær framlengt um hálfa aðra viku. Er þetta í annað sinn sem veikindaleyfið er lengt, en í tilkynningu forsætisráðuneytisins segir að heilsa Bondeviks fari hægt og rólega batnandi.

Hvorki hefur heyrst né sést til Bondeviks frá því að hin óvænta tilkynning um að hann yrði að taka sér frí vegna of mikils álags, barst 31. ágúst sl. Bondevik er sagður þjást af þunglyndiseinkennum en vera á batavegi. Hann hafi ekki verið lagður inn á sjúkrahús. Hermt er að forsætisráðherrann dvelji í fjallakofa ásamt eiginkonu sinni um 200 km norður af Ósló.

Í fjarveru Bondeviks gegnir Anne Enger Lahnstein menningarmálaráðherra embætti hans.