BJÖRGUNARSVEITIN Dagrenning fór í gærmorgun til móts við fólk á húsbíl við Nýjadal á Sprengisandsleið, en fólkið hafði óskað eftir hjálp. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var skafrenningur á leiðinni og skyggni 1­200 metrar og var farið að skafa ofan í hjólför bílsins. Treysti fólkið sér ekki til byggða og óskaði því eftir hjálp björgunarsveitarinnar.
Húsbílafólk í vanda við Nýjadal

BJÖRGUNARSVEITIN Dagrenning fór í gærmorgun til móts við fólk á húsbíl við Nýjadal á Sprengisandsleið, en fólkið hafði óskað eftir hjálp.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var skafrenningur á leiðinni og skyggni 1­200 metrar og var farið að skafa ofan í hjólför bílsins. Treysti fólkið sér ekki til byggða og óskaði því eftir hjálp björgunarsveitarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á hádegi í gær var hálka og hálkublettir víða á heiðum á Vestfjörðum og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði var krap. Ófært var um Hellisheiði eystri. Á Mýrdalssandi var hvasst en ferðafært.