Framleiðendur: Bernie Brillstein, Brad Grey. Leikstjóri: Antoine Fuqua. Handritshöfundar: Ken Sanzel. Kvikmyndataka: Peter Lyons Collister. Tónlist: Harry Gregson-Williams. Aðalhlutverk: Chow Yun-Fat, Mira Sorvino, Michael Rooker, Kenneth Tsang, Jurgen Prochnow, Danny Trejo. 87 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára.
Mannúðlegur morðingi Varamorðingjar (Replacement Killers) Spennumynd

Framleiðendur: Bernie Brillstein, Brad Grey. Leikstjóri: Antoine Fuqua. Handritshöfundar: Ken Sanzel. Kvikmyndataka: Peter Lyons Collister. Tónlist: Harry Gregson-Williams. Aðalhlutverk: Chow Yun-Fat, Mira Sorvino, Michael Rooker, Kenneth Tsang, Jurgen Prochnow, Danny Trejo. 87 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. JOHN Lee er persóna sem fengin er til þess að "eyða" öðrum óæskilegum persónum og starfar hann að mestu fyrir eiturlyfjabarón nokkurn, Wei. Þegar sonur Wei lætur lífið í átökum við lögreglu vill Wei að Lee myrði son löggunnar sem batt enda á líf sonar hans. Lee hefur of mikla samvisku í sér til þess að framkvæma verkið og veit hann að Wei mun hefna sín með að misþyrma móður hans og systur og þarf hann því að koma sér eins fljótt og hægt er til Kína og þarf hann falsað vegabréf til þess. Þá dregst smáglæpamaðurinn Meg Coburn inn í atburðarrásina og saman verða þau að nota krafta sína til að sigrast á þeim herskara atvinnudrápara sem Wei sendir á eftir Lee. Chow Yun Fat er ein stærsta stjarnan í hinum geysivinsælu skotbardagamyndum sem komið hafa út í Hong Kong á síðustu árum. Frægustu myndirnar sem hann hefur leikið í eru án efa myndir John Woo "Killer", "Hard Boiled", "Better Tomorrow" en hann hefur einnig leikið í myndum eins og "Full Contact" og "God of Gamblers". Varamorðingjar er fyrsta myndin sem Fat leikur í á Vesturlöndum og er hún langt frá því að vera sambærileg við Hong Kong myndir hans, þótt hún sé hin prýðilegasta afþreying. Fat hefur yfirbragð hinnar harðsoðnu Hollywoodhetju 5. og 6. áratugarins eins og James Cagney og Humphrey Bogart. Hann er svalur, hefur mátulegan áhuga á hinu kyninu og notar harkalegar aðferðir til þess að ná sínu fram. Tæknilega er myndin ágætlega unnin og spennuatriðin eru vel gerð þótt þau séu ekki mörg. Jurgen Prochnow er vannýttur í hlutverki lífvarðar Wei, en Michael Rooker, sem hefur verið kenndur við rasista og fjöldamorðingja ("Mississippi Burning" og "Henry: Portrait of a Serial Killer") er mjög góður í hlutverki löggunnar sem banar syni Wei. Sorvino er ágæt í hlutverki sínu þótt það sé uppfullt af klisjum og hálfvitalegum setningum. Varamorðingjar gleymist fljótt en er ágætis skemmtun meðan á henni stendur. Ottó Geir Borg