TALEBANAR vísuðu í gær á bug fréttum um að sádí-arabíski hryðjuverkamaðurinn Osama Bin Laden hefði verið settur í stofufangelsi í Afganistan. Arabíska dagblaðið Al Quds, sem gefið er út í Lundúnum, sagðist í gær hafa heimldir fyrir því að Talebanar, sem fara með völd í Afganistan, hefðu sett Bin Laden í stofufangelsi.
Bin Laden

í stofufangelsi?

London. Reuters.

TALEBANAR vísuðu í gær á bug fréttum um að sádí-arabíski hryðjuverkamaðurinn Osama Bin Laden hefði verið settur í stofufangelsi í Afganistan.

Arabíska dagblaðið Al Quds , sem gefið er út í Lundúnum, sagðist í gær hafa heimldir fyrir því að Talebanar, sem fara með völd í Afganistan, hefðu sett Bin Laden í stofufangelsi. Bandaríkjastjórn hefur sakað hann um að bera ábyrgð á fjölmörgum hermdarverkum, þar á meðal mannskæðum sprengjutilræðum í Kenýa og Tansaníu fyrir skömmu. Þá hafði blaðið eftir samstarfsmönnum Bin Ladens að honum hefði verið bannað að gefa út pólitískar yfirlýsingar.

Íslamska fréttastofan AIP hafði hins vegar í gær eftir talsmanni Talebana í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistan, að Bin Laden væri frjáls ferða sinna og vísaði því jafnframt á bug að til stæði að reka hann úr landi. Talsmaðurinn staðfesti þó að Bin Laden hefði verið beðinn um að tjá sig ekki um stjórnmál.