KAFARAR fundu í fyrrakvöld seinni flugritann úr þotu Swissair- flugfélagsins sem fórst undan strönd Kanada í síðustu viku. Um er að ræða hljóðrita vélarinnar, sem geymir upptökur af samtölum flugmanna í flugstjórnarklefanum. Fannst hann á 54 metra dýpi.
Hljóðritinn fundinn

Toronto. Reuters.

KAFARAR fundu í fyrrakvöld seinni flugritann úr þotu Swissair- flugfélagsins sem fórst undan strönd Kanada í síðustu viku. Um er að ræða hljóðrita vélarinnar, sem geymir upptökur af samtölum flugmanna í flugstjórnarklefanum. Fannst hann á 54 metra dýpi.

Fundur hljóðritans ýtir undir vonir rannsóknarmanna um að takast megi að komast að því hvers vegna eldur kom upp í þotunni og hún steyptist stjórnlaust niður í sjóinn um 10 km. undan strönd Kanada, 2. september sl. 229 manns fórust með vélinni.

Hljóðritinn fannst skammt frá þeim stað sem flugriti vélarinnar var en hann náðist af hafsbotni sl. mánudag.