JAPANSKI leikstjórinn Akira Kurosawa, sem lést á dögunum, fékk aldrei tækifæri til að gera kvikmynd eftir handriti sínu um tvær vændiskonur sem hann byggði á tveimur japönskum smásögum. Kurosawa hafði fullan hug á því að gera kvikmyndina "The Ocean Was Watching" eða "Hafið fylgdist með" en gat ekki fengið fjármögnun fyrir myndinni.
Myndin sem aldrei varð

JAPANSKI leikstjórinn Akira Kurosawa, sem lést á dögunum, fékk aldrei tækifæri til að gera kvikmynd eftir handriti sínu um tvær vændiskonur sem hann byggði á tveimur japönskum smásögum.

Kurosawa hafði fullan hug á því að gera kvikmyndina "The Ocean Was Watching" eða "Hafið fylgdist með" en gat ekki fengið fjármögnun fyrir myndinni. Hún hefði kostað 550 milljónir til milljarð í framleiðslu.

Kurosawa hafði ákveðna leikkonu í huga í aðalhlutverk myndarinnar, sem hefði orðið hans 31. kvikmynd og sú fyrsta þar sem kvenpersónur hefðu verið í brennidepli.