KVIKMYNDAFYRIRTÆKI í París, Kalmazoo films, ætlar að taka upp sjónvarpsþáttaröð á Íslandi og vill ráða í vinnu karla og konur á aldrinum 18­99 ára, sem þurfa að vera dularfullt, fyndið, fallegt eða ljótt fólk. Venjulegu fólki er þó boðið að senda inn myndir og lýsingu á sér. Vélstjóri eða vélvirki á verkstæði ARENTSSTÁL ehf.






Leitað að skrýtnu fólki

KVIKMYNDAFYRIRTÆKI í París, Kalmazoo films, ætlar að taka upp sjónvarpsþáttaröð á Íslandi og vill ráða í vinnu karla og konur á aldrinum 18­99 ára, sem þurfa að vera dularfullt, fyndið, fallegt eða ljótt fólk. Venjulegu fólki er þó boðið að senda inn myndir og lýsingu á sér.

Vélstjóri eða vélvirki á verkstæði

ARENTSSTÁL ehf. í Reykjavík vill ráða stundvísan og þjónustulipran mann, helst með vélstjóra- eða vélvirkjamenntun. Arentsstál er renniverkstæði og vélsmiðja sem starfar mikið í þjónustu við vinnuvélaeigendur og verktaka auk þess að sjá um þjónustu á ýmsum innfluttum tækjum.

Leikskólakennari í Fossakoti

LEIKSKÓLAKENNARA eða vanan starfsmann vantar á einkarekinn leikskóla, Fossakot, í Reykjavík. Um er að ræða 100% starf á aldursblandaðri deild.

Þjálfari hjá Boltafélagi Ísafjarðar

BOLTAFÉLAG Ísafjarðar óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokkana í félaginu. Upplýsingar hjá Kristjáni Pálssyni í símum 4563638 eða 8957171.





Ferðastyrkir til ungra listamanna

NORRÆNA ráðherranefndin auglýsir ferðastyrki sem kenndir eru við Sleipni og ætlaðir norrænum listamönnum undir 36 ára aldri. Tilgangurinn með styrkjunum er að auka samskipti starfandi listamanna á Norðurlöndunum og eru þeir aðeins veittir einstaklingum, ekki hópum eða stofnunum. Umsóknarfrestur er til 1. október.

Handverksmarkaður á Seltjarnarnesi

HANDVERKSMARKAÐUR verður á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi, laugardaginn 3. október frá kl. 10­17. Þeir sem vilja selja eða sýna eru hvattir til að hafa samband við kvenfélagið Seltjörn.

Vantar íbúð í Reykjavík

ÓSKAÐ er eftir 3ja til 4ra herbergja íbúð til leigu, helst á svæðinu frá Landspítalanum að Háskólanum. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl., merkt: "Íbúð - 6111".

Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

FRAMKVÆMDASÝSLA ríkisins óskar eftir arkitektum til að taka þátt í opinni samkeppni um útfærslu á stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Tillögum skal skila til Arkitektafélags Íslands ekki síðar en 15. desember.





Námskeið í listmeðferð

JÓRUNN Kristinsdóttir auglýsir verklegt námskeið í listmeðferð (myndþerapíu) sem hefur að markmiði að auka sjálfsþekkingu, sjálfstraust, sköpunargáfu og innsæi.

Íslenska Kristskirkjan

ÍSLENSKA Kristskirkjan auglýsir morgunguðsþjónustu kl. 11 að Bíldshöfða 10 og almenna samkomu kl. 20.