STEFNA, félag vinstri manna, efnir til fundar þriðjudaginn 15. september en þetta er annar fundurinn af þremur sem félagið efnir til á sjö dögum. Fundirnir eru allir haldnir í Risinu að Hverfisgötu 105 í Reykjavík og hefjast klukkan 20.20. Á fundinum verður fjallað um innra skipulag samfélagsins undir yfirskriftinni "jafnrétti í þjóðfélaginu".
Stefna fundar um jafnrétti

STEFNA, félag vinstri manna, efnir til fundar þriðjudaginn 15. september en þetta er annar fundurinn af þremur sem félagið efnir til á sjö dögum. Fundirnir eru allir haldnir í Risinu að Hverfisgötu 105 í Reykjavík og hefjast klukkan 20.20.

Á fundinum verður fjallað um innra skipulag samfélagsins undir yfirskriftinni "jafnrétti í þjóðfélaginu". Fundarstjóri verður Anna Ólafsdóttir Björnsson fyrrverandi alþingismaður en frummælendur verða Drífa Snædal formaður Iðnnemasambands Íslands, Harpa Njáls félagsfræðingur og Helgi Seljan framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Guðmundur Magnússon leikari verður með framlag frá listrænum sjónarhóli.

Á þriðja fundinum sem haldinn verður 17. september klukkan 20:30 verður fjallað um utanríkismál undir yfirskriftinni Ísland og umheimurinn. Fundarstjóri verður Svanhildur Kaaber kennari. Frummælendur verða Ingunn Anna Jónasdóttir kennari, Stefán Pálsson sagnfræðingur og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. Á sama hátt og á hinum fundunum koma listamenn fram.

Allt áhugafólk um stjórnmál og þá sérstaklega um þau efni sem hér verða til umfjöllunar er hvatt til að sækja fundina sem eru opnir öllum almenningi.