AÐALFUNDUR Norrænna blaðaljósmyndara var haldinn í gær, laugardag, á Sóloni Íslandusi. Þetta er í fyrsta sinn sem aðalfundur samtakanna er haldinn á Íslandi, og sitja stjórnir blaðaljósmyndarafélaga á Norðurlöndum fundinn.
Norrænir blaðaljósmyndarar funda

AÐALFUNDUR Norrænna blaðaljósmyndara var haldinn í gær, laugardag, á Sóloni Íslandusi. Þetta er í fyrsta sinn sem aðalfundur samtakanna er haldinn á Íslandi, og sitja stjórnir blaðaljósmyndarafélaga á Norðurlöndum fundinn.

Á fundinum var almennt rætt um það sem er að gerast í blaðaljósmyndun á Norðurlöndunum, einnig var rætt um höfundarrétt, Netið, nýjustu tækni í ljósmyndun og samsýningar, auk þess sem menn báru sig saman og fjölluðu um stöðu blaðaljósmyndara í sínu landi. Í lok fundarins tók Terje Bringedal við formennsku samtakanna af Kjartani Þorbjörnssyni sem gegnt hefur formennskunni sl. ár.

Reykjavíkurborg bauð þátttakendum í móttöku í Höfða á föstudag í tilefni fundarins og er myndin tekin við það tilefni. Á henni má sjá frá vinstri Hans Otto frá Danmörku, Urban Brade frá Svíþjóð, Terje Bringedal frá Noregi og Kjartan Þorbjörnsson (Golla) frá Íslandi og eru þeir allir formenn blaðaljósmyndarafélaga í sínu landi.



Morgunblaðið/Halldór