STÖÐUMYND D SVARTUR á leik Staðan kom upp í úrslitum rússnesku bikarkeppninnar sem nú stendur yfir. Gamalreyndi stórmeistarinn Júrí Balasjov (2.580) hafði hvítt, en einn efnilegasti skákmaður Rússa, Alexander Morosjevitsj (2.625), hafði svart og átti leik. Balasjov lék síðast 36.
STÖÐUMYND D SVARTUR á leik Staðan kom upp í úrslitum rússnesku bikarkeppninnar sem nú stendur yfir. Gamalreyndi stórmeistarinn Júrí Balasjov (2.580) hafði hvítt, en einn efnilegasti skákmaður Rússa, Alexander Morosjevitsj (2.625), hafði svart og átti leik. Balasjov lék síðast 36. Ra2­c3? og svartur var ekki seinn að krækja sér í peð: 36. ­ Hxd4! 37. Kf1 (Eða 37. Hxd4 ­ De1+ 38. Kh2 ­ De5+ og svartur vinnur hrókinn til baka) 37. ­ De5 38. Hxd4 ­ Dxd4 39. Ke2 ­ De5+ 40. Kf1 ­ Rd7 41. Dd2? ­ Rc5 og Balasjov gafst upp. Fyrirkomulagið á rússnesku bikarkeppninni er svipað og á norrænu VISA­bikarkeppninni. Fyrst eru háð opin undanrásamót og þeir sem standa sig best þar tefla í úrslitamótinu. Staðan eftir átta umferðir var þannig: 1­2. Zvjagíntsev og Khalifman 5 v. af 8 mögulegum, 3. Drejev 5 v., 4.­5. Filippov og Morosjevitsj 4 v., 6.­7. Jakovitsj og Balasjov 4 v. o.s.frv.