Stöð212.25 Stefnumót í Las Vegas (Meet Me In Las Vegas, '56), er söngva- og dansamynd frá gullöld MGM, með hinni leggjafögru Cyd Charisse og Dan Daily. Hann leikur kúasmala sem gengur illa í spilaborginni uns hann kynnist dansmeynni Charisse. Forvitnileg í sögulegu samhengi.


SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Stöð 2 12.25 Stefnumót í Las Vegas (Meet Me In Las Vegas, '56) , er söngva- og dansamynd frá gullöld MGM, með hinni leggjafögru Cyd Charisse og Dan Daily. Hann leikur kúasmala sem gengur illa í spilaborginni uns hann kynnist dansmeynni Charisse. Forvitnileg í sögulegu samhengi. Maltin gefur . Stöð 2 14.20 Framhaldsmyndin Faðir brúðarinnar 2 (Father of the Bride II., '95) , er meira ­ en minna af því sama. Með Steve Martin og Diane Keaton. . Stöð 2 21.00 Undrið (Shine, '96) . Sjá umfjöllun í ramma. Sýn 21.30 Nemandi gefur því gaum að höfuðstöðvar háskólans eru undirlagðar kuklurum í B-hrollinum Svartigaldur (Vooodoo, '95) . Með Corey Feldman. Fékk ekki bíódreifingu hérlendis. Halliwell gefur 0, og segir hana ónotalega og hirðuleysislega gerða. Sjónvarpið 22.20 Áhugafólki um forvitnilegar og óvenjulegar kvikmyndir, er sérstaklega bent á Einfeldningar (Simple Men, '92) , sem gerð er af neðanjarðarleikstjóranum Hal Hartley, sem er Kvikmyndahátíðargestum að góðu kunnur. Hér fjallar hann um tvo bræður sem gera víðreist í leit að föður sínum, fyrrum hafnaboltahetju. Kynnast ýmsum furðufuglum í leiðinni. Maltin gefur . Stöð 2 23.35 Enn ein endursýning á Djöfli í mannsmynd (Prime Suspect, '95) . Þetta er 4. hluti. Helen Mirren fer á kostum, líkt og hennar er vani og Stuart Wilson afar slappur ­ að venju. Sýn 23.55 Hinn súkkulaðihúðaði Mark Harmon leikur titilhlutverkið í Worth og veðmálið (Worth Winning, '89) , andlega kviðdreginni mynd um gervikempu sem veðjar um að hann geti fengið þrjár glæsigellur til að giftast sér. Með hinni glæsilegu Madeleine Stowe. Tímasóun. Sæbjörn Valdimarsson Raunasaga snillings Stöð 2 21.00 Ástralska myndin Undrið (Shine) , kom verulega á óvart árið 1996, vakti mikið umtal og hlaut góða dóma. Var m.a. tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna og þau féllu aðlleikaranum, Geoffrey Rush, í skaut, fyrir ótrúlega innlifaða túlkun á konsertpíanóleikaranum David Helfgott. Þetta er sönn saga um undrabarn sem lendir upp á kant við áætlanir föður síns (Armin Mueller-Stahl), hvað snertir þjálfun og nám í píanóleik. Hann upplifði hildarleik Helfararinnar og ætlaði drengnum um of. Ævi þessa unga manns snerist í raunasögu, þar sem Helfgott stóðst ekki álagið og ruglaðist í ríminu um sinn eftir taugaáfall. Komst til nokkurs bata fyrir tilstilli eiginkonu sinnar (Lynn Redgrave), og ávann sér síðar meir sess í hjörtum manna víða um heim. Það er ekki aðeins Rush sem glansar í aðalhlutverkinu, Noah Taylor er lítið síðri í túlkun sinni á píanóleikaranum á sínum yngri árum. Með Sir John Gielgud. Fínn leikur, en yfirborðskennd efnistök, og að líkindum dulítið ofmetin, þegar maður getur skoðað hana úr fjarlægð. Sæbjörn Valdimarsson