EINN af fallegri fornbílum landsins í atvinnubílaflokki er eflaust Þ 244 í eigu Jóns Helga Sigurðssonar bifvélavirkja frá Búvöllum í Norður- Þingeyjarsýslu. Bíllinn er af gerðinni Chevrolet 1946, þriggja tonna bíll sem hefur verið ákaflega vel við haldið.

Chevrolet

1946

EINN af fallegri fornbílum landsins í atvinnubílaflokki er eflaust Þ 244 í eigu Jóns Helga Sigurðssonar bifvélavirkja frá Búvöllum í Norður- Þingeyjarsýslu. Bíllinn er af gerðinni Chevrolet 1946, þriggja tonna bíll sem hefur verið ákaflega vel við haldið.

Bíllinn var fyrst í eigu föður Jóns Helga, var heimilsbifreið hans frá því Jón Helgi man fyrst eftir sér. Bílnum hefur verið ekið 250 þúsund km og hefur verið í notkun á hverju ári frá því hún var flutt inn til landsins, minna þó síðustu árin. Halda mætti að hún væri nýuppgerð en svo er þó ekki heldur hefur henni ávallt verið vel við haldið.

Jón Helgi hefur einnig haft ánægju af því að gera upp gamla hluti og tvær dráttarvélar hefur hann forðað frá glötun. Önnur þeirra, af Farmall A gerð, er á palli vörubílsins. Hún er ári eldri en bíllinn en nýuppgerð og var Jón Helgi að fara með hana að Búvöllum þar sem hún getur orðið til góðra afnota þó 53 ára gömul sé.

Morgunblaðið/Silli CHEVROLET 1946 á ferð um Húsavík.

Á PALLINUM er Farmall A dráttarvél, árgerð 1945.