AUSTIÐ kallar tugþúsundir til starfa: félagasamtök margs konar, kennara og nemendur, og síðast en ekki sízt þjóðkjörna þingmenn okkar. Alþingismenn þreyta í vetur lokapróf fyrir komandi þingkosningar. Megi þeim vel farnast. Alþingi hið forna var háð á Þingvöllum við Öxará frá árinu 930 til 1798, eða í 868 ár. Þar var kristni lögtekin árið 1000.
AUSTIÐ kallar tugþúsundir til starfa: félagasamtök margs konar, kennara og nemendur, og síðast en ekki sízt þjóðkjörna þingmenn okkar. Alþingismenn þreyta í vetur lokapróf fyrir komandi þingkosningar. Megi þeim vel farnast.

Alþingi hið forna var háð á Þingvöllum við Öxará frá árinu 930 til 1798, eða í 868 ár. Þar var kristni lögtekin árið 1000. Þess merka atburðar verður minnst með þjóðhátíð á sama stað árið 2000. Alþingi var háð í Reykjavík frá 1799 til 1800 og endurreist þar árið 1845.

Starfssvið Alþingis var breytilegt frá einnum tíma til annars. Í augum Víkverja er Alþingi samt sem áður elzta og mikilvægasta stofnun íslenzku þjóðarinnar ­ með bakland sem spannar 1068 ár, frá fyrsta Öxarárþingi talið. Næstelzt er Þjóðkirkjan. Kristni var lögtekin hér á landi fyrir 998 árum. Kristin trú hafði raunar fest rætur hér fyrir norrænt landnám. Papar, írskir einsetumenn, sem hér voru fyrir, játuðu kristna trú. Nokkrir norrænna landnámsmanna voru og kristnir. Kristin trú hefur því fylgt byggð í landinu frá öndverðu.

Alþingi og Þjóðkirkja eru elztu og traustustu hornsteinar ríkis og þjóðfélags. Það er í lagi að agnúast ögn út í þessi uppáhaldsnöldur. En ekkert er mikilvægara en að varðveita þau vel til langrar framtíðar.

ARGT ER manna bölið. Meðal bölvalda eru fátækt og van þekking. Þeirra vegna býr rúmur milljarður manna við hungurmörk. Hundruð þúsunda deyja árlega ­ mörg hver ung að árum ­ vegna vannæringar, vegna hernaðarátaka og vegna sjúkdóma, sem hægt væri að lækna, ef lyf og læknar væru til staðar.

Þannig er staðan í endaða þá öld, sem kennd hefur verið við menntun, vísindi og tækniframfarir. Fjölmiðlar heimsins standa ekki á öndinni af þessum sökum. Það þarf "meira" til. Þetta eru nefnilega gamlar sakir, þótt nýjar séu. Sama gildir um nágrannaneyð, sem einnig skýtur upp kolli. Það er enginn Clinton og engin Mónika í þeirri hörmungagúrku. Það markaðssetur enginn það sem ekki lagar sig að eftirspurn. Eða hvað?



FSTAÐA vestrænna velmeg unarþjóða (hjá hverjum offita er vaxandi vandamál, því hver hefur sinn djöful að draga eins og þar stendur) kann að speglast í þessum orðum hins dæmigerða Íslendings, Bjarts í Sumarhúsum:

Spurt hef eg tíu milljón manns

sé myrtur í gamni utanlands;

sannlega mega þeir súpa hel,

ég syrgi þá ekki, fari þeir vel.

Þjóðir, sem búa í vellystingum praktuglega, leggja sálu sína í annars konar hugðarefni en hungraðan heim. Múgsefjun samtímans snýst m.ö.o. um annað, einkum "frægt" fólk. Til að mynda poppgoð eða fyrirmenni af annarri gerð. Ekki sízt þá sem státa af biluðum ástaráttavitum eða öðru álíka kræsilegu. Að ekki sé nú talað um súper-hvalinn Keikó, þennan miðdepil fjölmiðlafárs og múgsefjunar.

Málið snýst um það, ef Víkverji metur málið rétt, að Keikó verður gefið frelsi með því að færa hann úr búri í búr ­ í stafalogn í grennd Stórhöfða. Heimspressan kemst í meiriháttar Keikó-stuð og kann sér engin læti. Leikendur gróðasinfóníunnar maka krókinn sem aldrei fyrr. Horgrindur í Suður-Súdan hverfa í skuggann af herlegheitunum. Enda sagði Sumarhúsa-Bjartur: "Sannlega mega þeir súpa hel, ég syrgi þá ekki, fari þeir vel."



EIÐARI Morgunblaðsins um KEA-verzlun í höfuðborginni varð tilefni lítillar stöku, dulítið gagnrýninnar. Önnur, í varnartón, hefur borizt:

Víkverji var því að flíka

sem vottaði eftirsjá slíka

og hann sakni þess títt

þá allt var svart/hvítt

stjórnmál og sjónvarpið líka.