Selfossi.HJÓNIN Haraldur Árnason og Guðríður Kristjánsdóttir tóku við rekstri Hotel Kopenhagen í janúar 1998. Hótelið er 35 herbergja ásamt tveimur svítum. Að sögn Haraldar hefur reksturinn gengið mjög vel það sem af er árinu. Hann segir að þau hafi ráðist í kostnaðarsamar breytingar og í dag er hótelið með vinalegum blæ.
Hotel Kopenhagen

Íslend- ingahótel við Ís- landshöfn Selfossi. HJÓNIN Haraldur Árnason og Guðríður Kristjánsdóttir tóku við rekstri Hotel Kopenhagen í janúar 1998. Hótelið er 35 herbergja ásamt tveimur svítum. Að sögn Haraldar hefur reksturinn gengið mjög vel það sem af er árinu. Hann segir að þau hafi ráðist í kostnaðarsamar breytingar og í dag er hótelið með vinalegum blæ. Hótel Kopenhagen er við Egilsgade við Íslandshöfn og að sögn Haraldar gæti staðsetningin ekki verið betri, hverfið er rólegt og ekki skemmir fyrir að á þessum slóðum dvöldu Íslendingar gjarnan þegar þeir fóru í skóla til Danmerkur. Gistinýtingin er nú komin upp í 80% og eru gestirnir frá hinum ýmsu þjóðlöndum. Haraldur segir að þónokkuð sé um Íslendinga en hann vonast til þess að þeir verði duglegri að heimsækja hótelið í nánustu framtíð. Morgunblaðið/Sig. Fannar. GESTIR njóta umhverfisins á Hotel Kopenhagen.