MARGEIR Pétursson og Þröstur Þórhallsson annars vegar og Helgi Ólafsson og John Rødgaard frá Færeyjum hins vegar áttu að tefla til þrautar í gær, laugardag, um sæti í 2. umferð á svæðamóti Norðurlanda í skák í Danmörku. Fyrst tefla skákmennirnir tvær atskákir, 25 mínútur til umhugsunar á mann.
Teflt um sæti í 2. umferð

MARGEIR Pétursson og Þröstur Þórhallsson annars vegar og Helgi Ólafsson og John Rødgaard frá Færeyjum hins vegar áttu að tefla til þrautar í gær, laugardag, um sæti í 2. umferð á svæðamóti Norðurlanda í skák í Danmörku.

Fyrst tefla skákmennirnir tvær atskákir, 25 mínútur til umhugsunar á mann. Ef þeir eru enn jafnir tefla þeir tvær 15 mínútna skákir, síðan tvær tvær skákir, þar sem hvítur hefur 4 mínútur og svartur 5, og ef þeir eru enn jafnir eftir þetta tefla þeir bráðabana þar sem fyrsta sigurskák tryggir sæti í annarri umferð sem hefst í dag, sunnudag.



Hannes Hlífar/42