Haldið í Munkebo á Fjóni í Danmörku. SVÆÐAMÓT Norðurlanda stendur nú yfir í Munkebo á Fjóni í Danmörku, en þar komast þrír efstu menn áfram í heimsmeistarakeppni alþjóðaskáksambandsins. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og tefld tveggja skáka einvígi í hverri umferð.

Hannes Hlífar kominn

í 2. umferð

SKÁK

Svæðamót

Norðurlanda Haldið í Munkebo á Fjóni í Danmörku. SVÆÐAMÓT Norðurlanda stendur nú yfir í Munkebo á Fjóni í Danmörku, en þar komast þrír efstu menn áfram í heimsmeistarakeppni alþjóðaskáksambandsins. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og tefld tveggja skáka einvígi í hverri umferð. Þátttakendur eru 24, þar af fimm íslenskir stórmeistarar, Margeir Pétursson, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson. Í fyrstu umferð hittist svo óheppilega á, að Íslendingar lentu saman í tveimur einvígjanna, Margeir-Þröstur og Hannes-Helgi Áss. Margeir og Þröstur unnu hvor sína skákina, en Hannes Hlífar sló Helga Áss út úr keppninni, 1 1/2­1/2. Helgi Ólafsson og alþjóðlegi meistarinn, John Rödgaard unnu hvor sína skákina, þannig að þeir þurftu að tefla til þrautar í gær eins og Margeir og Þröstur. Við skulum nú sjá fyrri skák Margeirs og Þrastar. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Þröstur Þórhallsson Nimzoindversk vörn 1. c4 ­ c6 2. e4 ­ d5 3. exd5 ­ cxd5 4. d4 ­ Rf6 5. Rc3 ­ e6 6. Rf3 ­ Bb4 7. Bd3 ­ 0-0 8. 0-0 ­ dxc4 9. Bxc4 ­ b6 10. Bg5 ­ Bb7 11. Hc1 ­ Rbd7 12. He1 ­ He8!? Óvenjulegur leikur, en svartur leikur oft 12.-- ­ Hc8 í þessari stöðu, t.d. 13. Db3 ­ Ba5 14. Re5 ­ Dc7 15. Bxe6 ­ fxe6 16. Dxe6+ ­ Kh8 17. Rf7+ ­ Hxf7 18.Dxf7 með flókinni stöðu. 13.De2 ­ -- Eftir 13.Bb5 ­ a6 14.Bxf6 ­ gxf6 15.Ba4 ­ b5 16.Bb3 ­ Rf8 17.He3 ­ Hc8 18.d5 ­ Bxc3 19.Hcxc3 ­ Bxd5 verða of mikil uppskipti til að hvítur eigi vinningsmöguleika. 13.-- ­ a6 14.Re5 ­ b5 15.Bd3 ­ Db6 16.a3 ­ Bxc3 17.Hxc3 ­ h6 Svartur má ekki taka peðið á d4: 17.-- ­ Dxd4 18.Rxd7 ­ Rxd7 (18.-- ­ Dxd7 19.Bxf6 ­ gxf6 20.Bxh7+ ­ Kxh7 21.Dg4 ásamt 22.Hh3+ mát) 19.Bxh7+ ­ Kxh7 20.Dh5+ ­ Kg8 21.Hh3 ­ g6 22.Dh7+ ­ Kf8 23.Hd3! og hvítur vinnur. 18.Rxd7 ­ Rxd7 19.Be3 ­ Dd6 20.Dg4 ­ Rf6 21.Dh4 ­ Rd5 22.Hc5? ­ -- Margeir varð að leika 22.Hcc1, því að hann lendir í vandræðum með hrókana á c5 og e1, eftir næsta leik Þrastar. 22.-- e5! 23.Bd2 -- Eftir 23.De4 ­ g6 hótar svartur ýmsu, m.a. 24.--­ Rf4 og 24.-- ­ exd4. 23.-- ­ Rf4! 24.Hcxe5 ­ Hxe5 25.dxe5 ­ Dd5! Hvítum yfirsást þessi sterki leikur, sem hótar máti á g2. 26. 26.Dg3 ­ Rxd3 27.Bxh6 ­ Dxg2+ 28.Dxg2 ­ Bxg2 29.He3 ­ gxh6 30.Hxd3 ­ Be4 31.Hd4 ­ Bf5 32.Hd6 ­ Kg7 33.f4 ­ Hc8 34.Hxa6 ­ Hc1+ 35.Kf2 ­ Hc2+ 36.Kg3 ­ Hxb2 og hvítur gafst upp. Bragi Kristjánsson