ÞRIÐJI þriðjudagur hvers septembermánaðar var yfirlýstur sem "alþjóðlegur dagur friðar" af Sameinuðu þjóðunum 1981. Á þeim degi hefst þing Sameinuðu þjóðanna með einnar mínútu þögn tileinkaða heimsfriði.
Alþjóðlegur friðardagur

ÞRIÐJI þriðjudagur hvers septembermánaðar var yfirlýstur sem "alþjóðlegur dagur friðar" af Sameinuðu þjóðunum 1981. Á þeim degi hefst þing Sameinuðu þjóðanna með einnar mínútu þögn tileinkaða heimsfriði.

Árið 1995 var alþjóðlegur dagur friðar einnig nefndur "Hear The Children Day" eða dagur barnanna. Á síðustu árum hefur fólk alls staðar að úr heiminum tekið þátt í einnar mínútu þögn í þágu friðar á slaginu tólf á sínu eigin tímasvæði til að styðja friðarheit Sameinuðu þjóðanna. Það verður einnig gert á þessu ári, segir í fréttatilkynningu frá WPPS.