GRAFARVOGSBÚAR héldu ljósamessu í Grafarvogskirkju í gær og var hún liður í Grafarvogshátíð sem íbúar hverfisins héldu. Guðsþjónusta ljósamessunnar fór þannig fram að hver gestur kveikti á kerti og setti á borð sem lögð voru í kross. Börn úr grunnskólum Grafarvogs lásu bænir og í einni þeirra var beðið fyrir öllum börnum í hverfinu sem og öllum börnum heimsins.
Ljósamessa í Grafarvogskirkju

GRAFARVOGSBÚAR héldu ljósamessu í Grafarvogskirkju í gær og var hún liður í Grafarvogshátíð sem íbúar hverfisins héldu. Guðsþjónusta ljósamessunnar fór þannig fram að hver gestur kveikti á kerti og setti á borð sem lögð voru í kross. Börn úr grunnskólum Grafarvogs lásu bænir og í einni þeirra var beðið fyrir öllum börnum í hverfinu sem og öllum börnum heimsins.

Morgunblaðið/Jón Svavarsson