ÞÓRIR JÓNSSON

Þórir Jónsson húsamálari var fæddur á Myrká í Hörgárdal fyrir réttum 100 árum eða 14. september 1898. Foreldrar hans voru hjónin Jón Kristjánsson, kennari og orgelleikari í Skagafirði og Eyjafirði, og Rannveig Stefánsdóttir.

Árið 1925 kvæntist Þórir Þóreyju Steinþórsdóttur frá Hömrum við Akureyri. Þau bjuggu lengst af í Gránufélagsgötunni en fluttust síðar í nýtt hús á Ránargötunni.

Þórir lést hinn 24. ágúst 1964.