UMFERÐARÞUNGI í höfuðborginni er mikill og þykir mörgum hann hafa aukist undanfarið. Á háannatímum, bæði fyrripart og seinnipart dags, myndast biðraðir við helstu umferðaræðar, sem engar töfralausnir fást við nema þolinmæðin. Fjölmargir höfuðborgarbúar hafa þó tekið upp hjólhestinn sem ferðamáta og geta þeir ferðast um borgina frjálsir ferða sinna.
Laus við umferðarhnúta

UMFERÐARÞUNGI í höfuðborginni er mikill og þykir mörgum hann hafa aukist undanfarið. Á háannatímum, bæði fyrripart og seinnipart dags, myndast biðraðir við helstu umferðaræðar, sem engar töfralausnir fást við nema þolinmæðin. Fjölmargir höfuðborgarbúar hafa þó tekið upp hjólhestinn sem ferðamáta og geta þeir ferðast um borgina frjálsir ferða sinna. Þetta hjólreiðafólk var laust við biðraðir umferðarinnar á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar í vikunni.



Morgunblaðið/RAX