VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Allar sjúkraskrár Sjúkrahúss Reykjavíkur opnar fyrir starfsfólk tryggingafélaga og starfsmenn örorkunefndar," segir Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur. (Eru til lög og reglur sem leyfa þetta heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra?) Þetta segir hann í svarbréfi til undirritaðs hinn 11. september.

Sjúkraskrár S.R.

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf:

"Allar sjúkraskrár Sjúkrahúss Reykjavíkur opnar fyrir starfsfólk tryggingafélaga og starfsmenn örorkunefndar," segir Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur. (Eru til lög og reglur sem leyfa þetta heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra?)

Þetta segir hann í svarbréfi til undirritaðs hinn 11. september. Þar segir hann að við það að óska eftir mati á tjóni vegna bifreiðaslyss, samþykki tjónþoli það að nauðsynlegra upplýsinga sé aflað eins og eyðublað örorkunefndar ber með sér. Sama á við um tjónstilkynningar tryggingafélaga. Hefur hann aldrei séð eyðublað örorkunefndar, en á því er vitnað í lög og reglugerðir. Því mun ég upplýsa hann um það hér.

Í svari yðar kom fram að það eru engar heilsufarsupplýsingar undanskildar til örorkunefndar og eyðublað örorkunefndar beri það með sér. Á eyðublaði örorkunefndar dags. 19.11. 1996 og matsbeiðandi er VÍS vátrygging hf. stendur orðrétt: "Matsbeiðni skv. 10. gr. laga nr. 50/1993 sbr. reglugr. nr. 335/1993."

"Í 10. gr. laga nr. 50/1993 segir: Ráðherra setur reglugerð um starfsháttu örorkunefndar." Og í reglugr. nr. 335/1993 um starfsháttu örorkunefndar er ekkert sem heimilar þeim að fara í gamlar sjúkraskrár og hvað þá að falsa þær og misnota. En í 3. gr. stendur orðrétt: "Beiðni um álit skal vera skrifleg og rituð á eyðublað sem nefndin lætur í té. Með beiðni skulu fylgja skýrslur um atvik að tjónsatburði og afleiðingar hans. Einnig skulu fylgja ítarleg vottorð lækna sem stundað hafa tjónþola vegna tjóns hans." Og síðar: "Nefndin getur að auki lagt fyrir matsbeiðanda og eftir atvikum tjónþola sjálfan að leggja fram viðbótargögn eftir því sem nefndin telur ástæðu til." Örorkunefndin getur lagt fyrir tjónþola sjálfan að leggja fram viðbótargögn, eins og siðaðir menn gera, en ekki æða inn í sjúkraskrár án þess að lög og reglur leyfi.

Í lögum og reglum um réttindi sjúklinga sem öðluðust gildi 1. júlí 1997 segir orðrétt: "Sjúkraskár skulu geymdar á tryggum stað og þess gætt að einungis þeir starfsmenn sem nauðsynlega þurfa hafi aðgang að þeim. Og lækni er skylt að afhenda sjúklingi eða umboðsmanni hans afrit sjúkraskrár, allar eða að hluta. Sama gildir gagnvart opinberum aðilum sem lögum samkvæmt athuga kvörtun eða kæru sjúklings eða umboðsmanns vegna læknismeðferðar."

Ég var ekki hjá örorkunefnd í læknismeðferð heldur eingöngu með beiðni um endurupptöku vegna 11. gr. skaðabótalaga og því enga nauðsyn eða læknismeðferð um að ræða og fyrir utan það að lög og reglur um réttindi sjúklinga sem öðluðust gildi 1. júlí 1997 eru hafin yfir eitthvert staðlað eyðublað frá örorkunefnd síðan 19.11. 1996.

Einnig kemur fram í svari þínu að læknar sem leitað er til á vegum örorkunefndar og tryggingafélaga, eru bundnir þeim skyldum að veita rétta upplýsingar og meta þær á sem réttastan og heiðarlegastan hátt.

Yfirlæknir á SHR og starfsmaður örorkunefndar hefur upp úr sjúkraskrá minni um rannsókn er þar var gerð 1981 fer ef til vill í aðgerð eftir helgina og að þar hafi komið fram lömun er var svo fáránleg að hún gerði veikleika í armflækju svo fjölhæfan að hann svaf (varla svefni hinna réttlátu) í rúm 11 ár í vinnu og við smíðar og framhjá bifreiðaslysi árinu áður en í slysið 4. nóvember 1993 (þvílíkur svefn það) og vaknaði svo við slysið í nóvember 1993. (Um þetta furðulega gen þarf að upplýsa og ef til vill getur Kári það).

Guðmundur Ingi Kristinsson.