Réttarholtsskóli sigraði mjög örugglega á mótinu, lagði alla keppinautana að velli. 18.­20. september. SKÁKSVEIT Réttarholtsskóla vann öruggan sigur á Norðurlandamóti grunnskólasveita, sem fram fór í Gausdal í Noregi dagana 18.­20. september. Réttarholtsskóli fékk 14 vinning af 20 og var tveimur og hálfum vinningi á undan næstu sveit.
Réttarholtsskóli Norðurlandameistari grunnskóla í skák SKÁK Gausdal, Noregi NORÐURLANDAMÓT GRUNNSKÓLA Réttarholtsskóli sigraði mjög örugglega á mótinu, lagði alla keppinautana að velli. 18.­20. september. SKÁKSVEIT Réttarholtsskóla vann öruggan sigur á Norðurlandamóti grunnskólasveita, sem fram fór í Gausdal í Noregi dagana 18.­20. september. Réttarholtsskóli fékk 14 vinning af 20 og var tveimur og hálfum vinningi á undan næstu sveit. Yfirburðir Réttarholtsskóla sjást best á því að sveitin sigraði í öllum viðureignum sínum á mótinu. Þessi frábæri árangur byggðist á jafnri og góðri frammistöðu allra liðsmanna. Árangur þeirra var þessi: 1. Davíð Kjartansson 3 v. af 5 2. Sveinn Þór Wilhelmss. 4 v. af 5 3. Guðni Stefán Péturss. 4 v. af 5 4. Þórir Júlíusson 3 v. af 4 1. vm. Jóhannes Ingi Ágústss. v. af 1 Þegar þessi listi er skoðaður sést að hér eru reyndir skákmenn á ferðinni þótt ungir séu. Úrslit mótsins: 1 . Ísland (Réttarholtsskóli) 14 v. 2. Noregur-b 12 v. 3. Svíþjóð 10 v. 4. Noregur-a 8 v. 5. Finnland 8 v. 6. Danmörk 7 v. Liðsstjóri Réttarholtsskóla var Vigfús Óðinn Vigfússon. Jón Viktor atskákmeistari Reykjavíkur Jón Viktor Gunnarsson sigraði á Atskákmóti Reykjavíkur sem haldið var dagana 18.­20. september. Mótið var með nýstárlegu sniði sem leiddi til harðrar baráttu um efsta sætið. Fyrst voru tefldar sjö umferða undanrásir samkvæmt hefðbundnu Monrad-kerfi. Úrslit undanrásanna urðu þessi (skákmönnum með jafnmarga vinninga er raðað eftir stigum): 1 Arnar Gunnarsson 6 v. 2 Bragi Þorfinnsson 5 v. 3 Jón Viktor Gunnarsson 5 v. 4 Bergsteinn Einarsson 5 v. 5 Sigurður Páll Steindórsson 5 v. 6 Davíð Ólafsson 4 v. 7 Hlíðar Þór Hreinsson 4 v. 8 Arngrímur Þ. Gunnhallsson 4 v. 9 Kristján Eðvarðsson 4 v. 10 Björn Þorfinnsson 4 v. 11 Stefán Kristjánsson 4 v. o.s.frv. Átta efstu keppendurnir tryggðu sér rétt til að tefla í úrslitakeppninni. Viðureignir í átta manna úrslitum fóru þannig: Arnar Gunnarss. ­ Arngrímur Gunnhallss. 2­0 Bragi Þorfinnss. ­ Hlíðar Þ. Hreinss. ­1 Jón V. Gunnarss. ­ Davíð Ólafsson 2­1 Bergsteinn Einarss. ­ Sigurður Steindórss. 2­0 Sigurvegararnir fjórir tefldu síðan í undanúrslitum: Arnar Gunnarss. ­ Bergsteinn Einarss. 2 ­1 Jón V. Gunnarss. ­ Hlíðar Þ. Hreinss. 1 ­ Það voru því þeir Arnar Gunnarsson og Jón Viktor Gunnarsson sem tefldu til úrslita á mótinu. Jón Viktor sigraði í fyrri skákinni og sú síðari endaði með jafntefli. Þar með hafði Jón Viktor tryggt sér titilinn Atskákmeistari Reykjavíkur 1998 í fyrsta skipti. Bergsteinn Einarsson sigraði Hlíðar Þór Hreinsson í keppni um þriðja sætið á mótinu. Lokaröð efstu manna varð því þessi: 1 Jón Viktor Gunnarsson 2 Arnar Gunnarsson 3 Bergstein Einarsson 4 Hlíðar Þór Hreinsson Óvenjulegt fyrirkomulag mótsins virðist hafa fallið í góðan jarðveg hjá skákmönnum, því þátttakendur voru töluvert fleiri en undanfarin ár eða 34. Skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Þorfinnur Björnsson og Daði Örn Jónsson. Mótið var haldið í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd, og Taflfélagið Hellir sá um skipulagningu og framkvæmd mótsins. Firmakeppni Taflfélags Kópavogs Firmakeppni Taflfélags Kópavogs lauk nýlega. Keppt var í tveimur riðlum og urðu úrslit þessi: A-riðill 1 Olíufélagið ESSO (Bragi Þorfinnsson) 2 VISA Ísland (Davíð Kjartansson) 3­4 Prentsmiðjan Grafík (Daði Örn Jónsson) 3­4 Sælgætisgerðin Freyja (Jónas Jónasson) B-riðill 1 ALP Bílaleiga (Einar Hjalti Jensson)

2 Markholt (Jónas Jónasson)

3 Klukkan (Haraldur Baldursson)

Útimót Skákfélags Hafnarfjarðar Mótið fór fram laugardaginn 15. ágúst. Hver keppandi dró fyrirtæki og keppti í nafni þess. Tefldar voru sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og hafði hvor keppandi sjö mínútna umhugsunartíma. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: 1 Lögfræðistofa Árna Grétars Finnssonar (Sævar Bjarnason) 6 v. 2­4 Búnaðarbankinn (Ásgeir P. Ásbjörnsson), Tryggvi Ólafsson úrsmiður (Erlingur Þorsteinsson) og Kjarnavörur (Jón G. Viðarsson) 5 v. 5­7 Augnsýn (Þorsteinn Þorsteinsson), Oddur bakari (Sigurður Daníelsson) og Dekkið sf. (Arngrímur Gunnhallsson) 4 v. 8­10 Íslandsbanki (Einar H. Jensson), Hafnarfjarðarapótek (Gunnar Björnsson) og Bedco og Mathiessen (Guðmundur Sv. Jónsson) 4 v. o.s.frv. Skákstjóri var Sigurbjörn J. Björnsson. Haustmót TR 1998 Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 27. september kl. 14 og lýkur 21. október. Fyrirkomulag verður svipað og undanfarin ár. Keppendum verður raðað í flokka með hliðsjón af skákstyrkleika og verða tefldar ellefu umferðir í öllum flokkum. Í efstu flokkunum tefla allir keppendur við alla en neðsti flokkurinn verður opinn og þar er teflt eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartíminn er 1 klst. á 30 leiki og síðan 45 mínútur til að ljúka skákinni. Umferðir verða að jafnaði á sunnudögum kl. 14: 00­18:30 og á miðviku- og föstudögum kl. 19:30­24:00. Veitt verða þrenn verðlaun í öllum flokkum. Í A-flokki verða veitt peningaverðlaun sem hér segir: 1. verðlaun kr. 60.000 2. verðlaun kr. 35.000 3. verðlaun kr. 20.000 Þátttökugjald fyrir 14 ára og yngri er kr. 1.500.- (kr. 2.000 fyrir utanfélagsmenn), kr. 2.000 fyrir 15­17 ára (kr. 3.000 fyrir utanfélagsmenn) og kr. 3.000 fyrir 18 ára og eldri (kr. 4.000 fyrir utanfélagsmenn). Haustmótið er opið öllum. Lokaskráning er laugardaginn 26. september til kl. 20. Einnig má skrá sig í haustmótið með tölvupósti til rzÊitn.is. Skákæfingar hjá TR Taflfélag Reykjavíkur heldur skákæfingar á fimmtudagskvöldum kl. 20. Tefldar eru sjö umferðir eftir Monrad-kerfi með sjö mínútna umhugsunartíma. Öllum er heimil þátttaka. Í verðlaun er matarúttekt á Dominos-Pizza. Þátttökugjald fyrir fullorðna er kr. 200 (kr. 300 fyrir utanfélagsmenn) og kr. 100 fyrir unglinga (kr. 200 fyrir utanfélagsmenn). Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson Davíð Kjartansson leiddi sigursveit Réttarholtsskóla.