FIMMTÁN mínútna mót verður haldið í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á morgun, sunnudaginn 27. september, og hefst það kl. 14. Tveir félagar úr Skákfélagi Akureyrar far með ólympíuskáksveit Íslands til Elista í Rússlandi til að taka þátt í ólympíumótinu sem þar verður haldið, þeir Jón Garðar Viðarsson og Áskell Örn Kárason sem er fararstjóri.
Skákfélag

Akureyrar Fimmtán mínútna mót

FIMMTÁN mínútna mót verður haldið í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á morgun, sunnudaginn 27. september, og hefst það kl. 14.

Tveir félagar úr Skákfélagi Akureyrar far með ólympíuskáksveit Íslands til Elista í Rússlandi til að taka þátt í ólympíumótinu sem þar verður haldið, þeir Jón Garðar Viðarsson og Áskell Örn Kárason sem er fararstjóri.

Á aðalfundi Skákfélags Akureyrar, sem haldinn var í vikunni, voru kosnir í stjórn þeir Sigurður Eiríksson formaður, Einar Garðar Hjaltason, Rúnar Sigurpálsson, Valgerður Davíðsdóttir og Karl Steingrímsson.