ÞEGAR Jonathan Smith kom fram í spjallþætti Jennu Jones árið 1995 kom honum óþægilega á óvart að félagi hans, Scott Amedure, viðurkenndi að hann væri ástfanginn af honum við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Þremur dögum síðar skaut Smith þennan fyrrverandi félaga sinn til bana fyrir utan heimili þess síðarnefnda.
Skaut félaga sinn eftir spjallþátt

ÞEGAR Jonathan Smith kom fram í spjallþætti Jennu Jones árið 1995 kom honum óþægilega á óvart að félagi hans, Scott Amedure, viðurkenndi að hann væri ástfanginn af honum við mikil fagnaðarlæti áhorfenda.

Þremur dögum síðar skaut Smith þennan fyrrverandi félaga sinn til bana fyrir utan heimili þess síðarnefnda. Eftir morðið átti kom Smith með þá skýringu að hann hefði verið auðmýktur í sjónvarpsþættinum. Vakti þetta deilur um siðferði spjallþáttastjórnenda og leiðir þeirra til að fá gesti í þættina til sín.

Smith áfrýjaði dómnum sem féll árið 1996 og hefur áfrýjunin verið tekin til greina þar sem verjendum hans var meinað að vísa einum kviðdómenda frá áður en réttarhöldin hófust. Málið verður því tekið fyrir að nýju.

Fjölskylda Amedure hefur farið í mál við Jones og dreifingaraðila þáttarins, Warner Bros, og heimtar 3,5 milljarða króna í skaðabætur.