Ég sit inni á stað. Þar eru brostnar vonir og engir draumar eftir. Þar er vonin sem óvinur og ástin ómerkilegt orð. Þar eru brosin gleymd. Og það sem lífið lofaði áður með fallegum myndum er geymt í andliti vonbrigðarinnar. Það er líkt og sár síðustu ára séu lögð inn á bankabók án alls.


HERMANN R. JÓNSSON

KEISARINN

Ég sit inni á stað.

Þar eru brostnar vonir

og engir draumar eftir.

Þar er vonin sem óvinur

og ástin

ómerkilegt orð.



Þar eru brosin gleymd.

Og það

sem lífið lofaði áður

með fallegum myndum

er geymt

í andliti vonbrigðarinnar.



Það er líkt og

sár síðustu ára

séu lögð inn á bankabók

án alls. Og synt í þeim

og tekið út eftir þörfum

með hverju pöntuðu glasi

síðan lagt inn aftur

og notað

fyrir seinni pantanir.

Höfundurinn er verzlunarmaður í Reykjavík.