Hér á þessum helga stað hljómar berast víða að þegar landsins líf og sál leggur fram sín bænarmál. Hér er andlegt höfuðból, heilla alda trúarskjól, helgidómur lýðs og lands, ljós og gæfa friðarbands. Glötum aldrei góðri trú, glæðum hana í brjóstum nú. Eflum kristinn kærleikssjóð, krossinn blessar land og þjóð.


RÚNAR KRISTJÁNSSON

Í SKÁLHOLTI

Hér á þessum helga stað

hljómar berast víða að

þegar landsins líf og sál

leggur fram sín bænarmál.



Hér er andlegt höfuðból,

heilla alda trúarskjól,

helgidómur lýðs og lands,

ljós og gæfa friðarbands.



Glötum aldrei góðri trú,

glæðum hana í brjóstum nú.

Eflum kristinn kærleikssjóð,

krossinn blessar land og þjóð.



Blessun sú er sigur Hans

sem er forsjá kærleikans.

Hér á þessum helga stað

hægast er að skilja það.



Því skal heit frá sálum send

sérstök bæn með þakkarkennd

út um landsins byggðu ból:

BLESSI DROTTINN SKÁLHOLTSSTÓL.

Höfundurinn býr á Skagaströnd.