Lífið er sterkt eins og mosinn Það grær á klöppunum við hafsbrúnina og heldur heljartaki í bláhvíta tilveruna Þegar ekkert veiðist verða mennirnir þöglir þeir standa í hópum og horfa á mávana. Kannski vita þeir hvað varð um silfurlitu fiskana.


INGIBJÖRG ELSA

BJÖRNSDÓTTIR

NR. ÞRETTÁN

Lífið er sterkt eins og mosinn

Það grær á klöppunum

við hafsbrúnina

og heldur heljartaki

í bláhvíta tilveruna



Þegar ekkert veiðist

verða mennirnir þöglir

þeir standa í hópum

og horfa á mávana.

Kannski vita þeir hvað varð

um silfurlitu fiskana.



Telpa við skúr

litar hvítar rendur

á hafbarða steina

og syngur hljóðlega



Afi hennar átti

gulnaða mynd

af ungri stúlku

með fölleitt bros

sem hann setti á borðið

hjá svissnesku klukkunni.