STJÓRN Jöklaferða hf. í Hornafirði hefur ákveðið að ráða Sigurð Sigurðarson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Tekur hann við af Tryggva Árnasyni hinn 1. nóvember næstkomandi. Tryggvi er einn af stofnendum Jöklaferða hf. og framkvæmdastjóri frá upphafi en Jöklaferðir eru að öllum líkindum fyrsta sérhæfða afþreyingarfyrirtækið í ferðaþjónustu hér á landi.
Nýr framkvæmdastjóri Jöklaferða

STJÓRN Jöklaferða hf. í Hornafirði hefur ákveðið að ráða Sigurð Sigurðarson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Tekur hann við af Tryggva Árnasyni hinn 1. nóvember næstkomandi.

Tryggvi er einn af stofnendum Jöklaferða hf. og framkvæmdastjóri frá upphafi en Jöklaferðir eru að öllum líkindum fyrsta sérhæfða afþreyingarfyrirtækið í ferðaþjónustu hér á landi. "Þetta hefur verið ánægjulegur en einnig erfiður tími. Mér fannst kominn tími til að skipta um starfsvettvang," segir Tryggvi. Hann segir að mikla þolinmæði hafi þurft til að byggja upp fyrirtækið og seint gengið að sannfæra menn um að afþreying væri nauðsynlegur þáttur í ferðaþjónustunni. Reksturinn gekk vel í sumar, að sögn Tryggva, og er sumarið það besta frá upphafi.

Sigurður Sigurðarson er 42 ára gamall og hefur undanfarin ár starfað sem sjálfstæður ráðgjafi. Hann hefur unnið mikið að ferða- og útivistarmálum, meðal annars í Útivist, og hann stofnaði ferðatímaritið Áfanga á sínum tíma.

Sigurður Sigurðarson