SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra og Sjálfsbjargarfélögin um land allt standa fyrir sölu á endurskinsmerki helgina 26.­27. september og eru þau ætluð bæði börnum og fullorðnum. Síðasti sunnudagur í september hefur um árabil verið merkjasöludagur Sjálfsbjargar en í þetta sinn verður seld endurskinsklemma með merki og nafni Sjálfsbjargar, sem hægt er að festa í flestan fatnað og t.d.
Sjálfsbjörg selur endurskinsmerki

SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra og Sjálfsbjargarfélögin um land allt standa fyrir sölu á endurskinsmerki helgina 26.­27. september og eru þau ætluð bæði börnum og fullorðnum.

Síðasti sunnudagur í september hefur um árabil verið merkjasöludagur Sjálfsbjargar en í þetta sinn verður seld endurskinsklemma með merki og nafni Sjálfsbjargar, sem hægt er að festa í flestan fatnað og t.d. stígvél barna. Klemman er til í tveimur litum; blá og hvít, um 3x8 sm að stærð og kostar 300 kr.

"Sjálfsbjörg er samtök hreyfihamlaðra og eitt af baráttumálum samtakanna er að sjálfsögðu bætt umferðaröryggi. Það verður vart ítrekað nógu oft hversu mikilvægt er að sjást vel í umferðinni ekki síst nú þegar daginn tekur að stytta. Með endurskinsklemmunni sameinar Sjálfsbjörg því mikilvægt baráttumál sitt og fjáröflun til starfsemi samtakanna," segir í frétt frá Sjálfsbjörg.