RÁÐSTEFNA um sorpmál verður haldin á Hótel Húsavík þriðjudaginn 29. september nk. Hún byrjar kl. 15 og lýkur kl. 18.30. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar á sviði sorpmála halda fyrirlestra. Að þeim loknum verða almennar umræður. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a.
Ráðstefna um sorpmál á Húsavík

RÁÐSTEFNA um sorpmál verður haldin á Hótel Húsavík þriðjudaginn 29. september nk. Hún byrjar kl. 15 og lýkur kl. 18.30.

Á ráðstefnunni munu sérfræðingar á sviði sorpmála halda fyrirlestra. Að þeim loknum verða almennar umræður. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. að upplýsa Þingeyinga um ástand sorpmála, koma umræðu um sorpmál í gang og auðvelda sveitarstjórnum að taka ákvarðanir í sorpmálum.

Síðastliðið ár hefur verið starfandi nefnd sem vinnur að stefnumótun í umhverfismálum hjá Húsavíkurkaupstað. Grundvöllur verkefnisins er samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá Umhverfisráðstefnunni í Rio de Janero frá 1992, þar sem skorað var á samfélög um allan heim að gera aðgerðaáætlun í umhverfismálum. Markmið hennar er umhverfisvænt og sjálfbært samfélag á komandi öld. Við gerð verkefnisins komst nefndin að því að mörg óleyst mál væru á sviði sorpmála. Vegna þessa stendur nefndin fyrir ráðstefnunni sem unnin er í samvinnu við nokkra aðila.