STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og tryggir sér jafntefli. STAÐAN kom upp á svæðamóti Norðurlandanna í Munkebo í Danmörku. Hannes Hlífar Stefánsson(2.535) var með hvítt og átti leik gegn Helga Ólafssyni(2.505). Svartur var með peð yfir en lék síðast 29. ­ Ha8­ d8 sem gaf hvíti færi á að jafna taflið.
STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og tryggir sér jafntefli. STAÐAN kom upp á svæðamóti Norðurlandanna í Munkebo í Danmörku. Hannes Hlífar Stefánsson (2.535) var með hvítt og átti leik gegn Helga Ólafssyni (2.505). Svartur var með peð yfir en lék síðast 29. ­ Ha8­ d8 sem gaf hvíti færi á að jafna taflið. 30. Hxg7+! ­ Kxg7 30. ­ Kf8 31. Hg6 leiðir til sömu niðurstöðu) 31. Bxf6+ ­ Kxf6 32. Hxd8 ­ Hb4+ 33. Kc1 ­ h5 34. Hd7 ­ Ha4 35. Kb2 ­ h4 36. Kb3 ­ Ha5 37. c4 ­ Hg5 38. Hxa7 ­ Hxg2 39. Hh7 ­ Hg3+ og samið um jafntefli. Hinni kappskák þeirra Hannesar og Helga lauk á sama veg og varð þá að framlengja og tefla atskákir því útsláttarfyrirkomulag gilti á mótinu. Þá hafði Hannes betur eftir miklar sviptingar. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst á morgun í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Síðasti skráningardagur í dag.