FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar sunnudaginn 27. september um gamla þjóðleið úr Hvalfirði yfir í Skorradal sem er ýmist kölluð Síldarmannagötur eða Síldarmannagata. Þau örnefni minna á síldargengd í Hvalfirði til forna.
Gengið um Síldarmannagötur

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar sunnudaginn 27. september um gamla þjóðleið úr Hvalfirði yfir í Skorradal sem er ýmist kölluð Síldarmannagötur eða Síldarmannagata. Þau örnefni minna á síldargengd í Hvalfirði til forna.

Farið verður kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, með viðkomu í Mörkinni 6 og ekið upp í Hvalfjarðarbotn þar sem gangan hefst.

Í frétt frá FÍ segir að þessi gönguleið sé ekki síður áhugaverð en hin þekkta Leggjabrjótsleið er einnig liggur úr Hvalfjarðarbotni.