FJÖGUR lið berjast um tilverurétt sinn í efstu deild karla í knattspyrnu ­ Valur, ÍR, Grindavík og Þróttur R. Tvö af þessum liðum komust upp í efstu deild sl. keppnistímabil, Þróttur R. og ÍR. Staðan er þannig fyrir síðustu umferðina er að Valur er með 18 stig, sjö mörk í mínus, ÍR er með 16 stig, tíu mörk í mínus, Grindavík er með 16 stig, tólf mörk í mínus, og Þróttur R.

Fjögur

lið í fallhættu FJÖGUR lið berjast um tilverurétt sinn í efstu deild karla í knattspyrnu ­ Valur, ÍR, Grindavík og Þróttur R. Tvö af þessum liðum komust upp í efstu deild sl. keppnistímabil, Þróttur R. og ÍR.

Staðan er þannig fyrir síðustu umferðina er að Valur er með 18 stig, sjö mörk í mínus, ÍR er með 16 stig, tíu mörk í mínus, Grindavík er með 16 stig, tólf mörk í mínus, og Þróttur R. er með 15 stig, þrettán mörk í mínus.

Leikirnir fjórir í fallbaráttunni hefjast allir kl. 13.30 ­ þeir eru:

Leiftur ­ Valur

ÍR ­ ÍA

Grindavík ­ Fram

Þróttur R. ­ Keflavík

Fram og Leiftur hafa að engu að keppa og geta leikmenn liðanna mætt afslappaðir til leiks. Leikmenn ÍA og Keflavíkur eru að berjast um þriðja sætið, sem gefur þeim rétt á að leika í Evrópukeppni, TOTO, næsta keppnistímabil. ÍA er með 29 stig, fimm mörk í plús. Keflavík er með 28 stig, þrjú mörk í mínus.

Strax eftir að fallslagurinn er búinn hefst baráttan um meistaratitlinn á KR-vellinum, þar sem KR og ÍBV mætast kl. 16.