VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri fagnar því framtaki Ríkisútvarpsins Sjónvarps að sýna íslenskt efni þessa vikuna. Hvetur félagið forráðamenn stofnunarinnar að gera það að reglu fremur en undantekningu að senda út íslenskt sjónvarpsefni.
Vörður Íslenskri dagskrá fagnað

VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri fagnar því framtaki Ríkisútvarpsins Sjónvarps að sýna íslenskt efni þessa vikuna. Hvetur félagið forráðamenn stofnunarinnar að gera það að reglu fremur en undantekningu að senda út íslenskt sjónvarpsefni.

Telur Vörður það bæði ánægjulegt og nauðsynlegt að Ríkisútvarpið Sjónvarp stígi stöku sinnum upp frá endurvarpi lágmenningar og taki af skarið sem öflugur miðill íslenskrar menningar, segir í ályktun félagins. Einnig segir að íslensk tunga megi ekki undir nokkrum kringumstæðum grotna niður af völdum mistækra aðgerða í menningarmálum. Gott sé fyrir alþjóð að vita að Sjónvarpið geti staðið undir því hlutverki sínu að framleiða, varðveita og senda út íslenskt sjónvarpsefni.