BALTNESKI fulltrúinn nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag kl. 15. Þessi rússneska mynd var gerð 1937 undir leikstjórn Alexanders Sarkis og Jósifs Heifitz. Í aðalhlutverkinu er Nikolaj Tsérkasov, sá frægi leikari, sem m.a. lék Alexander Névskí og Ívan grimma í frægum kvikmyndum Eisnteins.
"Baltneski fulltrúinn" í bíósal MÍR

BALTNESKI fulltrúinn nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag kl. 15.

Þessi rússneska mynd var gerð 1937 undir leikstjórn Alexanders Sarkis og Jósifs Heifitz. Í aðalhlutverkinu er Nikolaj Tsérkasov, sá frægi leikari, sem m.a. lék Alexander Névskí og Ívan grimma í frægum kvikmyndum Eisnteins. Í myndinni er sagt frá öldnum og virtum vísindamanni, Polesajev prófessor, sem gekk til liðs við byltingarmenn 1917 og lýsti fullum stuðningi við ráð verkamanna og bænda er til þeirra var stofnað. Fyrirmynd þessarar persónu mun hafa verið kunnur rússneskur vísindamaður, Klimenti Timirjasev að nafni. Aðgangur að kvikmyndasýningunni er ókeypis og öllum heimil.