HIN árlega uppskeruhátíð knattspyrnudeildar HK í Kópavogi verður haldin laugardaginn 26. september nk. og hefst hún kl. 13.30 í íþróttahúsinu Digranesi. Á uppskeruhátíðinni verða veitt verðlaun til einstakra þátttakenda fyrir bestan árangur í hverjum flokki á liðnu sumri og starfið í félaginu sem framundan er í vetur kynnt. Að vanda verður boðið upp á kaffiveitingar.
Uppskeruhátíð hjá knattspyrnudeild HK í Kópavogi

HIN árlega uppskeruhátíð knattspyrnudeildar HK í Kópavogi verður haldin laugardaginn 26. september nk. og hefst hún kl. 13.30 í íþróttahúsinu Digranesi. Á uppskeruhátíðinni verða veitt verðlaun til einstakra þátttakenda fyrir bestan árangur í hverjum flokki á liðnu sumri og starfið í félaginu sem framundan er í vetur kynnt. Að vanda verður boðið upp á kaffiveitingar.

Á laugardagskvöldið efnir Unglingaráð knattspyrnudeildar til haustfagnaðar í Hákoni digra, félagsmiðstöð HK í Digranesi. Húsið verður opnað kl. 21 og eru foreldrar hvattir til að fjölmenna og skemmta sér saman, segir í fréttatilkynningu.

Unglingaráð stendur einnig fyrir foreldraráðstefnu á Laugarvatni helgina 2.­4. október. Þar verða haldnir fyrirlestrar um markmið með þjálfun yngri flokka, foreldrafélög, skipulag þeirra og markmið, uppeldisgildi íþrótta, íþróttir og forvarnir, hlutverk og skyldur fararstjóra, og samspil þjálfara og foreldra. Þetta verður nánar kynnt á uppskeruhátíðinni.