BARNADAGSKRÁ vetrarins í Norræna húsinu er að byrja og verður hún með hefðbundnu sniði. Segir í tilkynningu að kvikmyndasýningar fyrir börn og unglinga hafi verið einkar vinsælar og vel sóttar. Þær hefjist sunnudaginn, 27. september, kl. 14. Sýnd verður leikbrúðumyndin "Fyrtøjet" sem gerð er eftir ævintýri H.C. Andersen, Eldfærunum.
Norrænar kvikmyndir fyrir börn og unglinga alla sunnudaga

BARNADAGSKRÁ vetrarins í Norræna húsinu er að byrja og verður hún með hefðbundnu sniði. Segir í tilkynningu að kvikmyndasýningar fyrir börn og unglinga hafi verið einkar vinsælar og vel sóttar. Þær hefjist sunnudaginn, 27. september, kl. 14.

Sýnd verður leikbrúðumyndin "Fyrtøjet" sem gerð er eftir ævintýri H.C. Andersen, Eldfærunum. Í þessari stuttmynd endursegir rúmensk-danski snillingurinn Mihail Bodica ævintýrið. Myndin hefur fengið viðurkenningar og er hún einstæð að því leyti að brúðurnar sýna táknmálshreyfingar um leið og þær tala. Hún hentar því einnig heyrnarskertum. Myndin er ætluð börnum frá 6 ára aldri jafnt sem fullorðnum, segir enn fremur. Hún er með dönsku tali og er 36 mín. löng. Aðgangur er ókeypis.